22/12/2024

Eyjólfur Kristjánsson með tónleika á Hólmavík

Eyjólfur Kristjánsson (Eyfi) er á leið í tónleikaferð um Vestfirði og spilar í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 15. september. Eyfi varð fimmtugur í apríl og af því tilefni hélt hann í mikla tónleikaferð um landið og áætlar að spila á fimmtíu tónleikum áður en yfir lýkur. Hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Á tónleikunum fer Eyfi yfir ferilinn og spjallar á léttum nótum við tónleikagesti og öll hans þekktustu lög s.s. Álfheiður Björk, Nína, Ég lifi í draumi, Kannski er ástin, Danska lagið, Góða ferð og fleiri munu hljóma á tónleikunum. Miðaverð er kr. 2.000.-  og fer miðasala fram við innganginn á hverjum stað.