26/12/2024

Ertu með snjalla viðskiptahugmynd?

Bryggjuhátíð á DrangsnesiIðnaðarráðuneytið hefur auglýst eftir styrkumsóknir undir merkjum Átaks til atvinnusköpunar og er umsóknarfrestur til 15. febrúar 2008. Við síðustu úthlutun fengu 6 verkefni á Vestfjörðum styrki og voru að minnsta kosti 4 þeirra tengd menningu og ferðaþjónustu, en allskonar atvinnuskapandi verkefni geta fengið styrki. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll umbeðin gögn fylgi með þeim. Munið að það getur verið gott að fá aðra til að lesa yfir umsóknir af þessu tagi og koma með ábendingar.