04/10/2024

Páskaær í hús

Páskaærin komin í húsÍ gærdag fóru Birkir Þór Stefánsson í Tröllatungu og hundurinn Tryggur fram í Arnkötludal á snjósleða, en þar fannst dautt hrútlamb við eyðibýlið Vonarholt fyrir nokkrum dögum. Fundu þeir félagar ær og lamb, en þær voru við Klofning sem er í Arnkötludal og linntu ekki látunum fyrr en hvort tveggja var komið í hús í Tungu. Hrútlambið sem fannst dautt er undan ánni, en eigandi að öllu saman er Vignir á Klukkufelli í Reykhólasveit.

Ærin, lambið og Tryggur, en Birkir er bak við myndavélina.