24/07/2024

Ernir fljúga til Gjögurs

Skrifað hefur verið undir samning um að flugfélagið Ernir fái flug til Gjögurs og fleiri staða frá næstu áramótum og gildir samningur Samgönguráðuneytis við flugfélagið í þrjú ár. Ernir hafa nú fjórar vélar 5-9 manna, en fram hefur komið að félagið muni kaupa 19 manna vél af gerðinni Jetstream 31 með jafnþrýstibúnaði. Ernir stunduðu bæði áætlunarflug og sjúkraflug á árum áður til og frá Ísafirði eða hátt í þrjá áratugi. Hörður Guðmundsson er aðaleigandi flugfélagsins og er hann vel þekktur af Árneshreppsbúum sem góður flugmaður og fyrir stundvísi.