22/12/2024

Erlendir gestir orðnir fleiri en innlendir

www.galdrasyning.is
Þýskir ferðamenn telja flesta gesti Galdrasafnsins á Hólmavík á eftir Íslendingum það sem af er árinu 2008. Þegar skoðað er hlutfall milli erlendra gesta á safninu þá telja Þjóðverjar langflesta gesti af einstökum erlendum þjóðum eða 36%. Frakkar eru næstir í röðinni með 12% hlutfall og Svisslendingar og Ítalir deila þriðja og fjórða sæti yfir gestakomur erlendra þjóða. Þegar skoðað er hlutfall milli íslenskra og erlendra ferðamanna þá eru erlendar gestakomur á Galdrasafnið í fyrsta skipti orðnir fleiri en íslenskar svo munar þremur prósentum. Þróunin undanfarin ár hefur verið í þessa átt en það kemur á óvart að það skuli gerast á þessu ári.

Miðað við talningu síðustu ára var talið að það myndi ekki verða fyrr en árið
2010 að erlendir gestir yrðu fleiri en innlendir á Galdrasafninu á Hólmavík svo
það eru mjög ánægjuleg tíðindi, segir í fréttatilkynningu. Það eru ekki öll kurl
komin til grafar því það eru talsverðar gestakomur ennþá inn á safnið sem er
opið árið um kring. Aukning hefur verið í gestakomum á árinu hjá Galdrasýningu á Ströndum og munar þar mest um aukningu erlendra ferðamanna.

Á meðfylgjandi grafi má sjá hlutfall milli erlendra
gesta Galdrasafnsins á Hólmavík það sem af er árinu 2008.

www.galdrasyning.is
Heimild: galdrasyning.is