20/04/2024

Aðalfundur áhugamannafélags um Sauðfjársetur á Ströndum

Aðalfundur Félags áhugamanna um Sauðfjársetur á Ströndum verður haldinn í félagsheimilinu Sævangi í kvöld, miðvikudaginn 24. september, kl. 20:00. Í tilkynningu segir að venjuleg aðalfundarstörf séu á dagskrá auk þess sem boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Félagsmenn hafa verið boðaðir formlega á fundinn, en áhugamenn um starfsemina eru einnig velkomnir. Að sögn Arnars Jónssonar, framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins, hafa þó einungis félagsmenn atkvæðarétt. Hann segir jafnframt að á fundinum verði lögð fram lagabreytingartillaga og ályktun sem feli í sér grundvallarbreytingu á starfsemi félagsins.

Að sögn Arnars er í bígerð að færa reksturs safnsins af höndum félagsins til sjálfseignarstofnunar sem mun fá heitið Sauðfjársetur á Ströndum ses, að því gefnu að aðalfundur samþykkki tillögu þess efnis.

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið fyrir fund geta skráð sig með því að senda tölvupóst með nafni og heimilisfangi á netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.