10/12/2024

Enn um vatnsveitumál

Í dæluhúsinu við ÓsáStarfsmenn Hólmavíkurhrepps luku í nótt við að tengja aðra dælu í dæluhúsið við Ósá í stað þeirrar stóru. Varahlutir í þá sem bilaði eru ekki til í landinu, en eru væntanlegir á næskomandi þriðjudag. Dælan sem tengd var til bráðabirgða í stað þeirrar stóru, er bæði gömul og lítil og afkastar ekki nálægt því eins miklu og sú stóra sem er biluð. Þó þurfa Hólmvíkingar litlar áhyggjur að hafa vatnskorti, því Hólmadrangsmenn hafa sýnt mikla lipurð með að minnka við vinnsluna og spara þar af leiðandi mikið vatn, samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Marinó Þorvaldssyni.