13/09/2024

Búist við fjölmenni

Reiknað er með fjölmenni á Meistaramótið í Hrútadómum í Sævangi í dag, en dagskráin hefst í dag klukkan 14:00. Fínt veður er á Ströndum í augnablikinu og veðurútlitið ágætt. Myndir frá hrútadómunum í fyrra má nálgast á þessari vefsíðu. Auk hrútaþuklsins verður hefðbundið kaffihlaðborð á boðstólum í kaffistofunni í Sævangi, en í tilefni dagsins verður auk þess verður kraftmikil kjötsúpa á borðum. Sögusýningin og handverksbúðin eru opnar að venju. Frá og með mánudeginum verður svo opnunartími safnsins í Sævangi styttur þannig að opið verður frá 12-18 alla daga, en safnið er opið á þeim tíma út ágústmánuð. Hægt er að semja um opnun utan þess tíma við aðstandendur.