22/12/2024

Eitt ár frá opnun Kotbýlis kuklarans

Kotbýli kuklaransKotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum er eins árs í dag en sýningin var opnuð með viðhöfn þann 23. júlí í fyrra en þáverandi formaður Ferðamálastofu Einar K. Guðfinnsson opnaði sýninguna með sérstökum lásagaldri. Aðsókn að sýningunni Kotbýli kuklarans hefur verið fremur dræm það sem af er sumri af einhverjum ástæðum sem hafa ekki verið krufnar til fullnustu. Engu að síður þá hafa ríflega 600 manns heimsótt Kotbýli kuklarans í sumars. Veðrið fyrripart sumars hefur eflaust sett nokkuð strik í reikninginn en undanfarna viku hefur heldur betur rofað til og aðsókn eftir því.  Kotbýli kuklarans er opið alla daga til 10. ágúst frá klukkan 10:00 – 18:00 og frá 10. ágúst til 1. september verður opið frá klukkan 12:00 – 18:00 alla daga.

Hafist var handa við byggingu Kotbýlis kuklarans sumarið 2001 og því lokið síðastliðið sumar. Um þessar mundir stendur yfir hönnun á þjónustuskála Kotbýlisins en stefnt er að veitingasölu þar einnig, ásamt því að þar verður afgreiðsla sýningarinnar og minjagripasala. Myndirnar að neðan eru frá Kotbýli kuklarans.