05/12/2024

Einar K. verður sjávarútvegsráðherra

Í ávarpi sem Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og utnríkisráðherra flutti í Valhöll rétt í þessu, tilkynnti hann um afsögn sína sem formaður flokksins og einnig að hann hætti sem ráðherra þann 27. september n.k. Hann greindi frá því að við ráðherraembætti hans tekur Geir Haarde fjármálaráðherra og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra taki við embætti fjármálaráðherra. Einar Kristinn Guðfinnsson núverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fjórði þingmaður Norðvesturkjördæmis, tekur við embætti sjávarútvegsráðherra. Einar er Bolvíkingur og er fæddur þar 2. desember 1955.