10/12/2023

Jólatónleikar Írisar Bjargar í Sævangi

irisbjorg

Íris Björg Guðbjartsdóttir verður með jólatónleika á Sauðfjársetrinu í Sævangi mánudaginn 15. desember kl. 20:00. Þarna verða lög sem flestir þekkja spiluð á ljúfu nótunum. Jólagestir Írisar verða Miðhúsahjónin Viðar og Barbara. Miðaverð 1.500.- fyrir 13 ára og eldri, 800.- fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri, súkkulaði og piparkökur innifalið í verðinu.