26/04/2024

Dýrin í Hálsaskógi vel sótt

Leiksýningin Dýrin í Hálsaskógi hefur verið ljómandi vel sótt, en tvær sýningar eru búnar á Hólmavík og vel á þriðja hundrað manns hafa mætt á leikritið. Í dag heldur leikhópurinn í leikferð með allt sitt hafurtask, sviðsmynd og búninga, ljós og leikara, hljómsveit, hjálparhellur og tæknimenn. Ætlunin er að sýna í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í dag kl. 17:00 og lögðu sviðsmenn af stað í rauða býtið til að undirbúa allt. Alls taka næstum 60 manns þátt í uppsetningunni með einum eða öðrum hætti, en verkefnið er samstarfsverkefni Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur. Megin uppistaða leikarahópsins er í elstu þremur bekkjum Grunnskólans, en einnig taka reyndir leikarar þátt í uppsetningunni.

1

Dýrin í Hálsaskógi

frettamyndir/2008/580-halsaskogur8.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur7.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur9.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur6.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur12.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur3.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur2.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur15.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur11.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur10.jpg

frettamyndir/2008/580-halsaskogur01.jpg

Ljósm. Jón Jónsson, Þórður Halldórsson og fleiri