22/12/2024

Drekktu betur og diskó á laugardagskvöld

Það verður án efa mikil stemmning í pakkhúsinu á Café Riis á laugardagskvöldið, en þá fer fram pub quiz keppni sem yfirleitt er kölluð Drekktu betur á ástkæra ylhýra. Húsið opnar kl. 21:00 og keppnin hefst um 21:30. Spyrill og spurningahöfundur er Arnar S. Jónsson, en þema kvöldsins að þessu sinni er íslensk tónlist – eitthvað sem allir ættu að þekkja. Kassi af göróttum drykk mun vera í verðlaun fyrir sigurliðið en aðalmálið er auðvitað að kíkja og taka þátt. Barinn verður að sjálfsögðu opinn allt kvöldið, en eftir keppnina mun hinn rammírski plötusnúður DJ Dr. Fiasco síðan stíga á stokk og þenja græjurnar fram á rauða nótt.