22/12/2024

Dósakar Dagrenningar við Sorpsamlagið

Um árabil hafa velunnarar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík verið duglegir að styrkja sveitina með einnota skilagjaldsumbúðum, dósum og flöskum, og er það þakkarvert. Björgunarsveitin er núna komin með nýtt söfnunarkar  við hús Sorpsamlagsins á Skeiði á Hólmavík, auk kars sem staðsett er við Rósubúð, hús Björgunarsveitarinnar. Er það von forsvarsmanna sveitarinnar að þetta auðveldi íbúum svæðisins áframhaldandi rausnarskap við Björgunarsveitina og að sem allra fæstar flöskur og dósir fari í ruslið.

Dagana 3.-5. febrúar verður haldið námskeiðið Leitartækni á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar. Námskeiðið hefst kl. 19 á föstudegi og því lýkur kl. 18 á sunnudegi. Frekari upplýsingar er hægt að fá á vef Landsbjargar. Einnig er hægt að fá upplýsingar um námskeiðið og skráningu á það, hjá Úlfari Hentze í síma 861 3289.

Meðfylgjandi ljósmynd er af vef Dagrenningar – www.123.is/dagrenning.