22/12/2024

Dagrenning dreifir endurskinsmerkjum

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík gaf í dag öllum börnum í Grunnskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku endurskinsmerki til að líma á útifötin svo þau sjáist betur í myrkrinu sem er farið að einkenna kvöld og morgna. Stefán Jónsson formaður björgunarsveitarinnar var að útdeila endurskini og útskýra notkun þeirra og mikilvægi í þriðja bekk Grunnskólans þegar ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is tók þessar myndir í dag. Nú er bara að vona að fullorðnir taki börnin sér til fyrirmyndar og reyni líka að vera vel sýnilegir í myrkrinu.

Börnin voru hin ánægðustu með endurskinsmerkin – ljósm. Jón Jónsson