22/12/2024

Byggðakvóta úthlutað

Þórhallur og Kristján Páll í fjölmiðlahópi Þemavikunnar í Grunnskólanum á Hólmavík fóru á stúfana og kíktu í síðustu fundargerð hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps. Þeir komust m.a. að því að búið er að úthluta byggðakvóta: Nú er lokið umræðu um byggðarkvóta hjá Hólmavíkurhrepp. Ákveðið var að eftirtaldir bátar fengju úthlutað:

HALLVARÐUR Á HORNI ST 26, HILMIR ST 1, KÓPNES ST 64, STRAUMUR ST 65, SÆBJÖRG ST 7, BENSI EGILS ST 13, GUÐMUNDUR JÓNSSON ST 17, HAFBJÖRG ST 77 og HLÖKK ST 66.

Hólmavíkurhreppur fékk alls 69 tonna byggðarkvóta og verður honum skipt jafnt milli bátanna níu og fær þá hver bátur u.þ.b. 7,7 tonn. Þess má geta að Kaldrananeshreppur fékk 31,5 tonn og Árneshreppur fékk 10 tonn. Og einnig má geta þess að alls voru til úthlutunar 3.200 tonn á Vestfjörðum. Það sveitarfélag sem fær mest er Vesturbyggð sem fær 218 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.