23/12/2024

Búrhvalur lagðist við Spenann

Þegar Árneshreppsbúar smöluðu svæðið frá Kaldbaksvík að Veiðileysu þann 16. september síðastliðinn bar að venju margt fyrir augu og eyru. Það voru þó ekki bara kindurnar sem kröfðust athygli smalamanna því sunnan við svonefndan Spena gaf að líta búrhval sem rekið hafði þar á land. Hvalurinn var um það bil 14 metra langur og þegar tekið er mið af staðsetningunni er ljóst að hann er klárlega í landi Kaldbaksvíkur og því þeirra eign. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Snorri Torfason smellti af er ekki mikið líf í skepnunni sem sennilega hefur legið í fjörunni í langan tíma. Stærð dýrsins er þó mjög greinileg og Óskar Torfason, sem einnig sést á myndinni, kæmist mörgum sinnum fyrir inni í hvalnum.

Ljósm. og frétt Snorri Torfason.