03/05/2024

Hús að rísa á Hólmavík

Í dag var hafist handa við að reisa fyrra einingarhúsið af tveimur við Miðtún á Hólmavík, en gámarnir með einingunum komu í síðustu viku. Það er Trésmiðjan Höfði á Hólmavík sem sér um framkvæmdina og segja Höfðamenn að reikna megi með að það taki hálfan mánuð að reisa húsið sem er með tveimur íbúðum ásamt bílskúrum. Fasteignafélagið Hornsteinar ehf stendur fyrir húsbyggingunni og hefur nú auglýst fjórar slíkar íbúðir til sölu, 147 fm hverja og í þeim eru 3 svefnherbergi. Um er að ræða einingarhús frá Eistlandi frá fyrirtækinu Líba ehf.

Að fyrirtækinu Hornsteinum standa Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmadrangur, Sparisjóður Strandamanna og Trésmiðjan Höfði. Nánari upplýsingar um húsin gefur Jón E. Alfreðsson í símum 455-3101, 892-2522 og 451-3130.

Húsbygging á Hólmavík

Veggurinn farinn að taka á sig mynd, séð frá Skeiðinu

Hornið sem snýr niður að Lækjartúni

frettamyndir/2007/580-husbygging6.jpg

Fyrstu einingarnar orðnar fastar

frettamyndir/2007/580-husbygging4.jpg

Kristinn Sigurðsson hugar að lögnunum

frettamyndir/2007/580-husbygging2.jpg

Verið er að hífa einingarnar á sinn stað í blíðskaparveðri

Eigendur Höfða kampakátir, Haraldur V.A. Jónsson og Jón Gísli Jónsson

– Ljósm. Jón Jónsson