22/12/2024

Brúarflokkur í Djúpavík

Nú er verið að skipta um brú yfir Djúpavíkurá við Djúpavík. Brúarflokkur frá Hvammstanga undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar sér um verkið fyrir Vegagerðina á Hólmavík. Stálbitar eru settir undir trébita og ofan á það kemur brúargólfið. Að sögn Guðmundar verður hægt að leyfa einhverja umferð yfir brúna í kvöld þótt verkið verði ekki búið fyrr enn á morgun. Strandavegur hefur verið lokaður frá fjögur í gær og auglýst lokun er til hádegis á morgun.

Brúarflokkurinn að störfum – Ljósm. Jón G. Guðjónsson