22/12/2024

Bridge á Hólmavík

Árneshreppsbúar komu í heimsókn til Hólmavíkur í gærkveldi og tóku þátt í spilakvöldi Bridge-félagsins á Hólmavík. Voru þeir að endurgjalda heimsókn frá 24. apríl í fyrra þegar Bridgefélagið fór norður í Árnes og fékk þar höfðinglegar móttökur. Ellefu pör spiluðu tvímenning í gær. Í fyrsta sæti urðu Hrólfur Guðmundsson og Maríus Kárason, í öðru sæti lentu Guðbrandur Björnson og Björn Pálsson og í þriðja sæti urðu Jón Stefánsson og Guðmundur Gústafsson.

Ljósm. Ingimundur Pálsson