27/04/2024

Bolvísk ungmenni í óvissuferð

Nemendur 8. -10. bekkjar Grunnskólans á Bolungarvík heimsóttu Strandir í gær og gerðu sér margt til gamans en Bolungarvíkurskóli hefur farið með þessar bekkjardeildir undanfarin ár í óvissuferðir. Nemendur sömu bekkja á  Hólmavík tóku á móti þeim og fóru með þeim í pizzahlaðborð á Café Riis og síðan í sund á Drangsnesi áður en þau fóru á Galdrasýninguna skömmu eftir miðnætti. Þar tók galdramaður af Ströndum á móti þeim, með þau fyrirmæli að "hræða úr þeim líftóruna. Það gekk sem betur fer ekki alveg eftir því öll komust börnin á næturstað á Hólmavík.

Að sögn galdramannsins þá varð honum sjálfum um og ó þegar ungmennin sextíu hlupu organdi út af sýningunni þegar í ljós kom að honum hafði mistekist að kveða niður draug, og skildu hann eftir í súpunni. Allt fór þó vel að lokum og allir héldu líftórunni, en hætt er við að einhverjir hafi átt andvökunótt, enda eru draugar engin lömb að leika sér við. Ingimundur Pálsson ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og myndaði það sem festist á filmu.

bottom
Svartamyrkur við Galdrasýninguna á Hólmavík

frettamyndir/2005/580-bolungarvikurkrakkar_03.jpg
Galdramaðurinn undirbýr börnin fyrir ósköpum sem geta átt sér stað

0
Tilberar eru gerðir úr rifbeini úr dauðum manni


Um það bil 60 börn sátu undir draugasögum um miðja nótt

frettamyndir/2005/580-bolungarvikurkrakkar_06.jpg
Þrátt fyrir myrkrið úti, þá er vissara að drífa sig út

frettamyndir/2005/580-bolungarvikurkrakkar_04.jpg
Hólmvísku krakkarnir veifa bara fingri og eru óhrædd við drauga, enda uppalin með þessum andskotum

Ljósm.: Ingimundur Pálsson