13/09/2024

Krafturinn í ánni komin út

Snjáfjallasetur hefur gefið út ritið Krafturinn í ánni – Snæfjallaveita og rafvæðing Inndjúps eftir Helga M. Sigurðsson sagnfræðing sem er úttekt á baráttunni fyrir rafmagni í einangraðri og afskekktri sveit, en þann 29. október n.k. eru fjörutíu ár liðin frá því Rafveita Snæfjallahrepps hóf starfsemi. Auk þess fjallar höfundur ritsins almennt um nútímavæðingu við norðanvert Djúp. Hann hefur áður m.a. skrifað ritið Virkjanir á Íslandi. Bókin fæst m.a. hjá Engilbert Ingvarssyni á Hólmavík, s: 451 3213 og kostar kr. 3.000 innbundin og 2.300 í kilju. Einnig er hægt að panta ritið gegn póstkröfu í síma 698 7533.