30/10/2024

Bogi og Örvar dafna vel

Heimalningarnir tveir í Sævangi sem hafa hlotið nöfnin Bogi og Örvar eru sífellt þyrstir og jarma ógurlega þegar þá er farið að lengja eftir pelanum. Þeim er jafnan gefið upp úr kl. 10 á morgnana og síðan dálítið um kl .14:00 og 17:30. Þá geta þau börn sem stödd eru að Sauðfjársetrinu hverju sinni fengið að sjá um pelana og hafa jafnan mikið gaman af. Það er upplagt að fá sér fjölskyldubíltúr til aðgefa lömbunum og ekki gleyma myndavélinni heima. Í morgun komu tvö börn sem höfðu dvalið með fjölskyldunni í góðu yfirlæti á Kirkjubóli um nóttina og fengu að gefa lömbunum. Mátti ekki á milli sjá hvor voru ánægðari, Bogi og Örvar sem dilluðu dindlunum hraðar en nokkru sinni fyrr eða börnin sem skríktu af kæti.