26/04/2024

Boðin út vegagerð í Þorskafirði

Farið verður í vegagerð vestan BjarkalundarVegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í að endurbyggja um 6,1 km kafla Vestfjarðavegar (60) um austanverðan Þorskafjörð, á milli Hofstaðavegar og Þorskafjarðarvegar. Frestur til að skila tilboðum er til 6. nóvember en þann dag verða útboð opnuð. Samkvæmt útboðsgögnum á útlögn klæðningar að vera lokið 1. september 2008, en verkinu að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2008.

Helstu magntölur við vegagerðina eru:

Bergskeringar 20.000m3
Fylling og fláafleygar 44.000m3
Neðra burðarlag 16.000m3
Efnisvinnsla 7.000m3
Efra burðarlag 7.000m3
Tvöföld klæðing 41.000m2
Frágangur fláa 81.000m2

Auk þessa skal verktaki koma fyrir rofvörn á 200 m kafla í Þorskafjarðarbotni og vinna lítinn grjótgarð á mótum Músarár og Þorskafjarðarár.

Vegagerð í botni Hrútafjarðar hefur ekki verið boðin út enn og hefur það útboð dregist verulega frá því sem fyrst var áætlað. Í Bændablaðinu kom fram á dögunum að það verk yrði boðið út nú í október. Einnig stóð til að hefja vinnu við breikkun á einbreiðu malbiki í Bitru nú haust samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en nú er stefnt að því að það verði boðið út á árinu en hefjist ekki fyrr en á því næsta, samkvæmt sömu heimild. Er hvort tveggja vonum seinna.