22/12/2024

Björgunarsveitin Dagrenning hefur nóg að iðja

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út í gærkveldi til að sækja ökumann sem hafði fest bíl sinn á veginum um Arnkötludal. Vegurinn hafði þá verið auglýstur lokaður í þrjá daga eða frá því á sunnudag. Á þeim tíma hefur sveitin farið í fjögur útköll. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Arnkötludalur verður ekki opnaður í dag. Fært er suður Strandir frá Hólmavík og er vegfarendum bent á þá leið. Einnig er ófært og beðið með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði og ófært er í Árneshrepp.