13/09/2024

Bílvelta í Hólmavíkurhreppi

Bílvelta varð í Hólmavíkurhreppi í dag, við afleggjarann upp á Kollafjarðarheiði við austanverðan Ísafjörð við Djúp. Tveir ferðamenn sem voru í bílnum sluppu sem betur fer ómeiddir, en bíllinn er nokkuð illa farinn eftir veltuna.