22/12/2024

Berjaspretta meiri en nokkru sinni

Eldra fólki og óljúgfróðu sem gjörþekkir berjalönd á Ströndum ber saman um að berjaspretta á Ströndum sé með  fádæmum þetta haustið. Heimildamaður strandir.saudfjarsetur.is sagði að ótrúlegt magn berja væri á fjöllum uppi frammi í Þiðriksvalladal og reyndar nægir að rölta upp í Borgirnar ofan við Hólmavík til að krækja sér í ber. Þeim sem ætla á berjamó er bent á að hafa ílátin með höldum sem duga þó fatan sé þung, að garðhrífur duga jafnvel betur en berjatínur þetta árið og nauðsynlegt er að vera í skóm með stáltá ef ske kynni að menn misstu berin úr lúkunum ofan á tærnar á sér.

bottom

Sum berin eru þegar komin í sultu.

frettamyndir/2007/580-berjasulta.jpg

Dágóð berjalönd eru í Borgunum ofan við Hólmavík og ekki síðri víða á Selströndinni

– ljósm. Jón Jónsson