14/10/2024

Allt að verða klárt fyrir parhús í Miðtúni

Í síðustu viku var verið að keyra efni í grunninn á fyrra parhúsið sem byggja á við Miðtún á Hólmavík. Það er Trésmiðjan Höfði sem sér um að koma húsunum upp, en hvort parhús er með tveimur þriggja herbergja 147 fm íbúðum með bílskúrum á milli. Fyrra húsið er væntanlegt í september og verður þá reist tafarlaust, en að sögn Jóns Gísla Jónssonar verður hinkrað með vinnuna við seinni bygginguna þangað til jafnvægi næst á milli framboðs og eftirspurnar með fyrra húsið. Um er að ræða einingarhús frá Eistlandi, en fyrir byggingunum stendur félag þar sem koma að Trésmiðan Höfði, Sparisjóður Strandamanna, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Hólmadrangur.

Spjallað

frettamyndir/2007/580-midtun-hofdi4.jpg

frettamyndir/2007/580-midtun-hofdi2.jpg

Unnið að undirbúningi fyrir steypuvinnu við grunninn að fyrra húsinu

frettamyndir/2007/580-midtun-h2.jpg

frettamyndir/2007/580-midtun-h3.jpg

Þórður Sverrisson ók efninu í grunninn í vikunni og sléttaði úr og spjallaði við nágrannana.

Ljósm. Jón Jónsson og Ásdís Jónsdóttir