22/12/2024

Bensínafgreiðsla á Drangsnesi

Jenný prófar dælunaUm sjö leytið í gærkvöld opnaði Olíufélagið hf nýja sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu á Drangsnesi. Nýju dælurnar taka öll kort. Þar með er endi bundinn á algjört vandræðaástand frá því síðasta vor þegar Skeljungur lokaði bensínafgreiðslu sinni á Drangsnesi. Og nú geta ekki bara Drangsnesingar sem eiga sérstök viðskiptakort dælt á bílana sína, heldur líka allir þeir sem leið eiga um og vantar eldsneyti.

Jenný Jensdóttir dælir á bílinn