Categories
Frétt

Rólegt gamlárskvöld á Hólmavík

Áramótin fóru vel fram á Ströndum og það viðraði einstaklega vel til sameiginlegrar flugeldasýningar þjóðarinnar þegar gamla árið var kvatt og nýtt gekk í garð. Líklega var heldur minna skotið af flugeldum á Hólmavík um áramótin en síðustu ár, en eigi að síður fóru mörg skrautleg ljós á loft. Opið var á Café Riis á Hólmavík eftir miðnætti og fór allt samkomuhald vel fram. Meðfylgjandi myndir tók Kristján Jóhannsson á Hólmavík og sendi vefnum strandir.saudfjarsetur.is til birtingar.

Áramót á Hólmavík

frettamyndir/2008/580-aramot5.jpg

frettamyndir/2008/580-aramot2.jpg

Áramótunum fagnað á Hólmavík – Ljósm. Kristján Jóhannsson.