22/12/2024

Beðið eftir breikkun á slitlagi í Bitrunni

Í BitrufjarðarbotniEkkert bólar á útboði á breikkun á einbreiða slitlaginu í Bitrufirði á Ströndum og það er ekki á lista um fyrirhuguð útboðsverk Vegagerðarinnar. Áður hafði komið fram í svörum forsvarsmanna stofnunarinnar að fara ætti í verkefnið í haust. Þar áður var reyndar sagt að vinna ætti að hefjast síðastliðið vor og enn áður að hafist yrði handa haustið 2007. Fjármagn í breikkun slitlags og vega á Djúpvegi er tryggt í Samgönguáætlun, 78 milljónir árið 2007, 60 milljónir 2008 og 45 milljónir árið 2009. Fjölmargir Strandamenn eru endanlega búnir að missa þolinmæðina gagnvart Vegagerðinni vegna þessa og finnst óþolandi að verkefnum sem til er fjármagn í sé frestað milli ára á þessu afskipta svæði sem Strandir eru í vegamálum.

Hér meðfylgjandi eru nokkrir tenglar í fréttir á strandir.saudfjarsetur.is þar sem fjallað er um einbreiða malbikið í Bitrunni:

28. júlí 2008 – Beðið eftir lagfæringum í Bitrunni

23. maí 2008 – Breikkun á slitlagi í Bitrunni dregst enn

31. janúar 2008 – Breikkun slitlagsins í Bitrunni fyrirhuguð í vor

16. september 2007 – Beðið eftir útboðum

28. júlí 2007 – Ekkert bólar á útboðum

15. mars 2007 – Vegaframkvæmdir á Ströndum

3. janúar 2007 – Bílvelta í Hrútafirði í dag

4. október 2006 – Útboðsbanni aflétt

30. ágúst 2006 – Strandamenn sitja á hakanum

18. ágúst 2006 – Slitlagsviðgerðir í Bitrunni

5. júlí 2006 – Fyrirhuguðum frestunum mótmælt

30. maí 2006 – Flutningabíll valt við Bræðrabrekku

7. janúar 2006 – Umferðarslysið í Bitrufirði

6. janúar 2006 – Harður árekstur í Bitrufirði

26. september 2005 – Verkefni í Hrútafirði boðið út

24. september 2005 – Bílvelta í Bitrufirði

3. september 2005 – Einbreiða slitlagið breikkað