22/12/2024

Banaslys á Holtavörðuheiði

Hálka á Holtavörðuheiði Banaslys varð á norðanverðri Holtavörðuheiði í gærkvöld þegar tveir bílar, pallbíll og fólksbíll rákust saman. Einn lést, en fimm manns voru í bílunum og voru karl og kona einnig flutt slösuð með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann. Umferð um heiðina var lokað á meðan sjúkralið og lögregla voru við störf. Langar bílaraðir mynduðust sitt hvoru megin við slysstaðinn en nokkur hálka var á heiðinni. Þeim sem hyggja á ferðalög um fjöll og firnindi er bent á að hálka er víða á heiðum á Ströndum og nágrenni og samkvæmt dagatalinu er líklegt að svo verði áfram af og til í vetur. Tími nagladekkjanna er runninn upp.