12/09/2024

Baldur á fleygiferð

Baldur Smári Ólafsson hélt áfram magnaðri sigurgöngu sinni í tippleik strandir.saudfjarsetur.is um síðustu helgi. Þá laut Gunnar Logi Björnsson á Hólmavík í lægra haldi fyrir Baldri með einungis eins stigs mun, 6-5. strandir.saudfjarsetur.is þakka Gunnari Loga að sjálfsögðu kærlega fyrir þátttökuna, en hann hefur skorað á nafna sinn og félaga Gunnar Braga Magnússon frá Ósi að spreyta sig nú um helgina. Baldur er hins vegar á ógnarhraðri ferð í leiknum og getur náð Jóni Jónssyni að stigum með sigri næsta laugardag, en Jón hefur verið í fyrsta sæti frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit síðustu helgar og stöðuna í leiknum sem er að verða ansi athyglisverð svo ekki sé fastar að orði kveðið:

Staðan í tippleiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-4. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
2-4. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
2-4. Baldur Smári Ólafsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
5. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
6. Kolbeinn Jósteinsson – 2 sigrar
7-8. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
7-8. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
9. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
10. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
11-12. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
11-12. Ágúst Einar Eysteinsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
13-19. Gunnar Logi Björnsson – 0 sigrar
13-19. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
13-19. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
13-19. Helgi Jóhann Þorvaldsson – 0 sigrar
13-19. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
13-19. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
13-19. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

 

ÚRSLIT

BALDUR

GUNNAR

1. WBA – Man. Utd.

2

2

2

2. Arsenal – Charlton

1

1

1

3. Blackburn – Midlesbro    

1

1

1

4. West Ham – Portsmouth

2

1

X

5. Bolton – Sunderland   

1

1

1

6. Man. City – Wigan  

2

1

X

7. Reading – Wolves

X

1

1

8. Norwich – Sheff. Utd.

1

1

2

9. Coventry – Leeds

X

2

2

10. C. Palace – Ipswich

X

1

1

11. Sheff. Wed. – Preston

1

2

2

12. Luton – Derby

1

X

2

13. Stoke – Burnley

1

1

1

 

 

6 réttir

5 réttir