26/04/2024

Bæjarhátíð í burðarliðnum

Frá HólmavíkÁ fundi sveitarstjórnar Hólmavíkurhrepps þann 15. mars s.l. var tekið fyrir erindi frá nýstofnaðri menningarmálanefnd með tillögum að viðburðum í Hólmavíkurhreppi, en nefndin lagði fram tillögur í átta liðum. Í erindinu var einnig innt eftir hugsanlegum fjárframlögum til nefndarinnar úr hreppssjóði. Í fundargerð sveitarstjórnar segir að ráðinn verði starfsmaður og að haldin verði bæjarhátíð á Hólmavík fyrrihluta sumars.

Sveitarstjórn mælir með því að menningarmálanefnd vinni að því að halda bæjarhátíðina. Auk þess skal menningarmálanefndin móta frekari starfsgrundvöll og reikna út hugsanlegan kostnað sem hlýst af verkefninu. Tillögur menningarmálanefndar birtast hér á strandir.saudfjarsetur.is innan skamms.