22/12/2024

Atvinnuleysistölur

Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í nóvember 2004, er atvinnuleysi á Vestfjörðum 1,3%. Mikill munur er þar á atvinnuleysi meðal karla og kvenna í fjórðungnum því atvinnuleysi meðal kvenna er 2,7% en 0,4% hjá körlum. Í lok nóvember voru 68 atvinnulausir á Vestfjörðum, 55 konur og 13 karlar. Hlutfallið var töluvert annað á Ströndum því af þessum 68 voru 12 Strandamenn, 7 konur og 5 karlar.