12/09/2024

Atvinnuleysi í júlí

Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í júlímánuði voru 67 íbúar Vestfjarða skráðir atvinnulausir að meðaltali í mánuðinum eða þremur færri en í fyrri mánuði, 16 karlar og 51 kona. Í lok mánaðarins voru 9 atvinnulausir í sveitarfélögum á Ströndum, 6 konur og 3 karlar.