22/12/2024

Atkvæðagreiðslu lýkur í dag

Í dag, annan í páskum, er síðasti möguleiki til að kjósa bestu myndina í ljósmyndakeppninni Göngur og réttir á Ströndum 2007, en mörg hundruð atkvæði hafa borist og enn er tiltölulega mjótt á munum. Það eru Sauðfjársetur á Ströndum og fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is sem standa fyrir keppninni, en í bígerð er að hafa sérstaka myndasýningu á Sauðfjársetrinu í sumar með myndum sem sendar voru inn í keppnina. Skilafrestur á atkvæðm rennur út á miðnætti og því eru allir áhugasamir hvattir til að leggja inn sitt atkvæði í keppnina.