22/12/2024

Átján Strandamenn á Andrés önd

Hinir árlegu Andrésar-andarleikar á Akureyri hefjast á morgun miðvikudag með skrúðgöngu og setningarathöfn. Fjöldi Strandamanna tekur þátt í mótinu, eða átján talsins, og þeim fylgir fjöldi aðstandenda. Á sumardaginn fyrsta er keppt í göngu með hefðbundinni aðferð, á föstudaginn er keppt í göngu með frjálsri aðferð og leikunum lýkur á laugardaginn með keppni í boðgöngu og þrautabraut. Sextán af krökkunum af Ströndum keppa í göngu og tveir í alpagreinum.