22/12/2024

Assa og krummi

IMG_8561 (2)

Assa staldrar stundum við á Ströndum, sest á góðan stað við hafið og litast um. Langar kannski að gæða sér á einni eða tveimur æðarkollum sem eru óvanar þessum ógnarstóra fugli hér um slóðir. Krummi er líka forvitinn, safnast stundum í hring um össu. Þá eru þeir að velta fyrir sér hvort þeir geti ekki hrekkt þennan risafugl eða hvekkt með einhverjum hætti, eru ekki beinlínis hrifnir af samkeppninni um ætið. Hér situr assa við Fögruvík í landi Heydalsár við Steingrímsfjörð og hugsar sitt ráð. Myndirnar tók Jón Jónsson.

IMG_8390 (2) IMG_8554 (2)