Categories
Frétt

NV Vestfirðir mæta á Stefnumót

Nú er ljósmyndasýningin NV Vestfirðir enn og aftur lögð af stað í ferðalag og er stefnan tekin á Stefnumót á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík næstkomandi laugardag 29. ágúst. Sýndar verða 6 myndir prentaðar á striga og aðrar 10 myndir sem prentaðar eru á hefðbundinn ljósmyndapappír. Er þetta fórði viðkomustaður áhugaljósmyndarans Ágúst G. Atlasonar á Vestfjörðum, en eins og áður hefur komið fram að þá hlaut Ágúst styrk frá Menningarráði Vestfjarða til að fara með þessa sýningu vítt og breitt um Vestfirði. Fyrri viðkomustaðir sýningarinnar eru Ísafjörður, Norðurfjörður og Tálknafjörður.

Á Ströndum – ljósm. Ágúst Atlason