22/12/2024

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa framundan

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldin laugardaginn 8. mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11 í Reykjavík. Forsala miða fyrir árshátíðina verður hins vegar laugardaginn 1. mars frá kl. 14.00-16.00 á sama stað. Miðaverð í mat og dansleik er 5.500.- en miðaverð á dansleik eingöngu er 2.000.- Veislustjóri á hátíðinni verður Guðbrandur Torfason, en Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson skemmta matargestum. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma: 5554997 og 8643785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 5650709 og 8982441.