06/05/2024

Arnkötludalur ekki opnaður í vetur

300-arnkotludalur-ag08-2Í síðustu viku kom fram á fréttavef RÚV og í Svæðisútvarpi Vestfjarða að umferð verður ekki hleypt á nýjan veg um Arnkötludal milli Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar í vetur. Ástæðan er sögð vera kostnaður við merkingar og þjónustu sem myndi hlaupa á tugum milljóna. Áður stóð til að umferð yrði hleypt á veginn 1. desember næstkomandi. Ekki er enn búið að tengja veginn við Hrófá og yfirborðið á þeim hluta sem búið er að leggja er afar gróft og seinfarið og talið að tímasparnaður að fara þessa leið væri lítill sem enginn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa framkvæmdir tafist lítilega vegna þess að efni var lakara en búist var við.

Ljúka á við að leggja fyrri slitlagsumferðina á veginn fyrir 15. júlí á næsta ári og verður Arnkötludalur þá opnaður fyrir umferð. Verklok eru haustið 2009.