22/12/2024

Almennur stjórnmálafundur á föstudagskvöld

Ólína Þorvarðardóttir þingkona mætir til leiks á almennum stjórmálafundi á Café Riis klukkan 20 núna á föstudagskvöldið (8.apríl). Hún mun fara yfir stöðuna í þjóðmálunum almennt, sérstaklega í atvinnu- og sjávarútvegsmálum. Að loknu stuttu inngangserindi verða fyrirspurnir og umræður. Allir eru velkomnir hvar í flokki sem þeir standa og sérstaklega eru sjómenn og útvegsmenn boðnir velkomnir til að tjá þingkonunni skoðun sína varðandi endurskoðun kvótakerfisins og stjórn fiskveiða sem er eitt brýnasta hagsmunamál okkar hér á Ströndum.

Fundurinn verður haldinn á Café Riis og hefst klukkan 8. Samfylkingarfélagið á Ströndum hvetur alla  skoðanaglaða og fróðleiksfúsa til að mæta. Umræðan við eldhúsborðið þarf að berast inn í stjórnmálin. Notið því tækifærið og verið ófeimin við að láta í ykkur heyra.