22/12/2024

Allir í sund á Drangsnesi

Sundlaugin á Drangsnesi verður tekin í notkun laugardaginn 9. júlí kl. 14.00 og af því tilefni verður frítt í laugina þann dag. Opnunartími sundlaugarinnar í sumar verður frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Formleg vígsla verður seinna í sumar og verður auglýst síðar. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla Strandamenn og gesti þeirra til að kíkja í sund í nýja og stórglæsilega sundlaug á Drangsnesi á morgun í tilefni dagsins.

Sundlaugin á Drangsnesi er glæsilegt mannvirki – ljósm. Óskar Torfason