19/07/2024

Hafursey á Drangsnes

Nýr bátur bættist í flota Drangsnesinga nú í vikunni þegar Hafursey ÍS-600 kom til heimahafnar. Hún er í eigu Þenslu ehf. en Þenslu eiga þeir Ármann Halldórsson, Halldór Armannsson og Aðalbjörn Kristinsson. Þeir hafa gert út Kristján ST-78 og verður hann væntanlega seldur. Hafursey er með 16,9 þorskígildis kvóta og verður kvóti bátanna sameinaður á Hafursey.

 

Ljósm. Óskar Torfason