22/12/2024

Akið varlega!

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn og aðra sem leið eiga um héraðið til að sýna fyllstu aðgát við akstur. Hálkan hefur nú látið á sér kræla tvo daga í röð, en í gær var fyrsti dagur í haust sem Hannes Hilmarsson tók til við hálkuvarnir í Hrútafirði. Í gærmorgun var hálka á Stikuhálsi, norðanverðri Bitru, Ennishálsi og í norðanverðum Kollafirði. Nú er hált á allri leiðinni frá Brú til Hólmavíkur samkvæmt vef Vegagerðarinnar og snjór á vegi norður í Árneshrepp og um Steingrímsfjarðarheiði.