12/12/2024

Bílvelta í Bitrufirði

Lítill flutningabíll valt í Bitrufirði á Ströndum rétt sunnan við bæinn Bræðrabrekku í dag. Engin slys urðu á mönnum. Lögregla og björgunarmenn eru komnir á vettvang til að bjarga verðmætum. Fljúgandi hálka er nú í Bitrufirði og víðar á Ströndum og krap á veginum þar sem sólin er farin að bræða snjófölið. Ekkert GSM-samband er á staðnum þar sem bíllinn valt og einbreitt bundið slitlag.

Flutningabíllinn hefur verið á leiðinni norður og oltið niður fyrir veginn – ljósm. Sigurður Atlason