23/04/2024

Æðarræktarfélag Íslands fundar í Trékyllisvík

640-fuglahraedur4

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 23. ágúst í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum og er áætlað að hann standi frá 11-15. Boðið verður léttan hádegisverð og í eftirmiðdaginn verður skoðunarferð undir leiðsögn heimamanna. Sameiginlegur kvöldverður hefst svo kl. 19:30. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða haldin erindi bæði til gagns og gamans fyrir félagsmenn. Frá þessu er greint á fréttavefnum www.litlihjalli.is.