22/12/2024

Aðalskipulag Strandabyggðar staðfest

Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022 hefur verið staðfest af umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Er áætlað að auglýsing þess efnis birtist í B-tíðindum Stjórnartíðinda í byrjun júlí. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar þar sem þessum áfanga er fagnað. Jafnframt er öllum sem komu að gerð Aðalskipulagsins þakkað, en fjöldi aðila hafa komið að þessari vinnu, bæði íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og hjá stofnunum og ráðuneytum, auk þess sem fyrirtækið Landmótun hefur leitt verkefnið undir stjórn Yngva Þórs Loftssonar og Óskars Arnar Gunnarssonar.