23/12/2024

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Norðurfirði


Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi laugardaginn 20. apríl kl. 13:00. Að venju verður lítil dagskrá um ferðamál um kvöldið, þar sem sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að Árneshreppi. Sigurður Atlason á Hólmavík mun ekki gefa kost á sér til formennsku áfram og því er ljóst að nýr formaður mun taka við á aðalfundinum. Þrír aðrir stjórnarmenn munu einnig ganga úr stjórn samkvæmt lögum félagsins. Ferðaþjónum er bent á að taka helgina frá.

Vefur Ferðamálasamtaka Vestfjarða er á slóðinni www.vestfirskferdamal.is.